Ómar Ingi nálægt markakóngstitli Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 10:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörk í sigrinum glæsilega gegn Svartfjallalandi í gær. EPA-EFE/Tibor Illyes Eftir mörkin ellefu gegn Svartfjallalandi í gær er Ómar Ingi Magnússon orðinn markahæstur á Evrópumótinu í handbolta með 49 mörk í sjö leikjum. Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk.
Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn