Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 10:24 Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. Í byrjun vikunnar greindist fyrsti íbúi Sunnuhlíðar með kórónuveiruna. Þetta er í fyrsta sinn á þeim nærri tveimur árum frá því veiran greindist fyrst hér á landi sem íbúi greinist með veiruna. Á heimilinu búa sextíu og sex íbúar og breiddi veiran hratt úr sér og nú hafa rúmlega þrjátíu íbúar greinst með veiruna. „Staðan er nokkuð þung en allt viðráðanlegt þar sem það er lítið um veikindi, og nánast eiginlega bara ekkert um veikindi, meðal heimilismanna,“ segir Kristján Sigurðsson framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð. Hann segir mönnun nú meira vandamál en veikindi íbúa. Nokkur fjöldi starfsmanna sé nú í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. „Það eru nokkur afföll út af veirunni og við höfum þurft að loka stoðdeildum og flutt starfsfólk á milli deilda og það er eiginlega því að þakka hvað við erum með frábært starfsfólk að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.“ Hann segir þá íbúa sem veikst hafa vera með flensueinkenni. „Eins og er er þetta alveg viðráðanlegt en svo náttúrulega getur þetta aukist og þá náttúrulega versnar ástandið.“ Í byrjun árs greindist veiran á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, sem einnig er rekið af Vígdísarholti, en þar smituðust níu af tíu íbúum af veirunni. Kristján segir alla hafa orðið lítið veika þar. Sunnuhlíð hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Þá hafa íbúar verið færðir á milli staða innan heimilisins til að einangra íbúa með veiruna en nokkur tvíbýli eru í Sunnuhlíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Kópavogur Tengdar fréttir 27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í byrjun vikunnar greindist fyrsti íbúi Sunnuhlíðar með kórónuveiruna. Þetta er í fyrsta sinn á þeim nærri tveimur árum frá því veiran greindist fyrst hér á landi sem íbúi greinist með veiruna. Á heimilinu búa sextíu og sex íbúar og breiddi veiran hratt úr sér og nú hafa rúmlega þrjátíu íbúar greinst með veiruna. „Staðan er nokkuð þung en allt viðráðanlegt þar sem það er lítið um veikindi, og nánast eiginlega bara ekkert um veikindi, meðal heimilismanna,“ segir Kristján Sigurðsson framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð. Hann segir mönnun nú meira vandamál en veikindi íbúa. Nokkur fjöldi starfsmanna sé nú í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. „Það eru nokkur afföll út af veirunni og við höfum þurft að loka stoðdeildum og flutt starfsfólk á milli deilda og það er eiginlega því að þakka hvað við erum með frábært starfsfólk að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.“ Hann segir þá íbúa sem veikst hafa vera með flensueinkenni. „Eins og er er þetta alveg viðráðanlegt en svo náttúrulega getur þetta aukist og þá náttúrulega versnar ástandið.“ Í byrjun árs greindist veiran á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, sem einnig er rekið af Vígdísarholti, en þar smituðust níu af tíu íbúum af veirunni. Kristján segir alla hafa orðið lítið veika þar. Sunnuhlíð hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Þá hafa íbúar verið færðir á milli staða innan heimilisins til að einangra íbúa með veiruna en nokkur tvíbýli eru í Sunnuhlíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Kópavogur Tengdar fréttir 27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05