Í tilkynningu kemur fram að samhliða störfum sínum hjá Bestseller hafi hún einnig gegnt starfi markaðsstjóraNespresso þegar fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi árið 2017.
„Þar áður var Ása markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu og kom að verkefnum fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki. Ása hóf ferilinn í markaðsdeild Heklu þar sem hún vann fyrir Volkswagen, Audi og Benz . Ása lærði viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á markaðsmálum og heilbrigði vörumerkja.“
brandr vinnur með íslenskum fyrirtækjum í markaðsmálum og vörumerkjastjórnun.