Fjallar um íslenska handboltaævintýrið: „Eins og ef Bergen ætti eitt besta handboltalið heims“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2022 11:02 Íslendingar fagna sigrinum á Svartfellingum í fyrradag. getty/Uros Hocevar Norski blaðamaðurinn Stig Nygård fjallar um íslenska handboltaævintýrið í pistli á TV 2 í dag. Þar segir árangur Íslands á alþjóða vísu ótrúlegan og svipaðan því ef borgin Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira