Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2022 11:38 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti næstu skref í faraldrinum í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Nýja reglugerðin gildir til og með 24. febrúar en tíu manna samkomubann hefur verið í gildi frá 15. janúar. Sóttvarnalæknir telur, að uppfylltum skilyrðum, skynsamlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkunum aflétt. Það miðast við að núverandi forsendur haldi, það er að ekki komi upp ný afbrigði veirunnar eða aukning verði á alvarlegum veikindum sem valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eða of mikil veikindaforföll starfsmanna verði í ýmsum fyrirtækjum sem skapi neyðarástand. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra fóru einnig yfir stöðuna. Vísir/Vilhelm Gætu farið fyrr eða seinna í afléttingar Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur sóttvarnalæknir fram áætlun að afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða sem hann telur rétt að gera í skrefum, að því er fram kemur í tilkynningu. Heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin hyggjast hafa afléttingaráætlunina til hliðsjónar vegna næstu afléttinga og verður staðan metin reglulega, einkum álag á heilbrigðiskerfið, og verður brugðist við í samræmi við stöðuna. Að sögn ríkisstjórnarinnar getur þetta þýtt að ráðist verði fyrr í afléttingar en áætlunin gerir ráð fyrir eða þeim frestað ef forsendur breytast, svo sem vegna nýrra afbrigða veirunnar. Heilbrigðisráðherra vék frá tillögum sóttvarnalæknis um fyrstu afléttingarnar sem taka gildi á miðnætti með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum. Neyðarástand geti skapast á mörgum vinnustöðum Sóttvarnalæknir áréttar í minnisblaði sínu að meðan á afléttingum stendur megi búast við að samfélagssmitum muni fjölga tímabundið sem geti bæði haft þau áhrif að þeim sem veikist alvarlega fjölgi en jafnframt geti starfsemi margra fyrirtækja raskast vegna veikinda starfsmanna. Neyðarástand geti því skapast á mörgum vinnustöðum sem krefjist sérstakra úrræða og fyrirtæki þurfi að vera undir það búin að starfa í einhvern tíma með skertu vinnuafli. Að sögn sóttvarnalæknis er mikilvægt að hafa í huga að faraldrinum ljúki ekki hér á landi fyrr en gott samfélagslegt ónæmi hafi skapast, sem gæti náðst eftir tæpa tvo mánuði. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsi í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að á sínum stutta tíma í embætti hafi hann fengið mörg minnisblöð frá sóttvarnalækni en hið nýjasta væri það bjartasta til þessa. Willum fagnaði þessum tímamótunum og sagði mikilvægt að auka fyrirsjáanleika í aðgerðum. Næstu skref muni taka mið af aðstæðum hverju sinni. Breytingar frá og með 29. janúar Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði verði heimilt að hafa opið með 75% afköstum. Íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný. Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns. Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný. Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina kl. 00.00. Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á. Reglugerðin gildi í tæpar fjórar vikur til og með 24. febrúar. Ráðherra vék lítillega frá tillögum sóttvarnalæknis, þ.e. með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Nýja reglugerðin gildir til og með 24. febrúar en tíu manna samkomubann hefur verið í gildi frá 15. janúar. Sóttvarnalæknir telur, að uppfylltum skilyrðum, skynsamlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkunum aflétt. Það miðast við að núverandi forsendur haldi, það er að ekki komi upp ný afbrigði veirunnar eða aukning verði á alvarlegum veikindum sem valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eða of mikil veikindaforföll starfsmanna verði í ýmsum fyrirtækjum sem skapi neyðarástand. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra fóru einnig yfir stöðuna. Vísir/Vilhelm Gætu farið fyrr eða seinna í afléttingar Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur sóttvarnalæknir fram áætlun að afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða sem hann telur rétt að gera í skrefum, að því er fram kemur í tilkynningu. Heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin hyggjast hafa afléttingaráætlunina til hliðsjónar vegna næstu afléttinga og verður staðan metin reglulega, einkum álag á heilbrigðiskerfið, og verður brugðist við í samræmi við stöðuna. Að sögn ríkisstjórnarinnar getur þetta þýtt að ráðist verði fyrr í afléttingar en áætlunin gerir ráð fyrir eða þeim frestað ef forsendur breytast, svo sem vegna nýrra afbrigða veirunnar. Heilbrigðisráðherra vék frá tillögum sóttvarnalæknis um fyrstu afléttingarnar sem taka gildi á miðnætti með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum. Neyðarástand geti skapast á mörgum vinnustöðum Sóttvarnalæknir áréttar í minnisblaði sínu að meðan á afléttingum stendur megi búast við að samfélagssmitum muni fjölga tímabundið sem geti bæði haft þau áhrif að þeim sem veikist alvarlega fjölgi en jafnframt geti starfsemi margra fyrirtækja raskast vegna veikinda starfsmanna. Neyðarástand geti því skapast á mörgum vinnustöðum sem krefjist sérstakra úrræða og fyrirtæki þurfi að vera undir það búin að starfa í einhvern tíma með skertu vinnuafli. Að sögn sóttvarnalæknis er mikilvægt að hafa í huga að faraldrinum ljúki ekki hér á landi fyrr en gott samfélagslegt ónæmi hafi skapast, sem gæti náðst eftir tæpa tvo mánuði. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsi í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að á sínum stutta tíma í embætti hafi hann fengið mörg minnisblöð frá sóttvarnalækni en hið nýjasta væri það bjartasta til þessa. Willum fagnaði þessum tímamótunum og sagði mikilvægt að auka fyrirsjáanleika í aðgerðum. Næstu skref muni taka mið af aðstæðum hverju sinni. Breytingar frá og með 29. janúar Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði verði heimilt að hafa opið með 75% afköstum. Íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný. Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns. Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný. Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina kl. 00.00. Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á. Reglugerðin gildi í tæpar fjórar vikur til og með 24. febrúar. Ráðherra vék lítillega frá tillögum sóttvarnalæknis, þ.e. með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira