Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 20:17 Nara Walker mætti mikilli samstöðu hér á landi eftir dómsuppkvaðningu. Stöð 2 Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Nara afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Hólmsheiði en hún hlaut átján mánaða dóm fyrir árásina, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Hún sagðist fyrir dómi hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum, sem ítrekað hafi beitt hana ofbeldi. Nara hefur ávallt haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Dóminum var mótmælt harðlega hér á landi en um Nara safnaði meðal annars 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings. Þá mótmæltu ríflega þrjátíu manns á Hólmsheiði þegar Nara hélt til afplánunar. Nara hefur sagt frá upphafi máls að réttarkerfið hér á landi hafi brugðist. Mál hennar endurspegli brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að heimilisofbeldi. Í ítarlegu viðtali Guardian lýsir Nara sinni upplifun hér á landi og bendir á að níu konur hafi nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar mála hjá lögreglu. Málin sem látin voru niður falla vörðuðu kynferðisbrot og heimilsofbeldi. Nara segir í viðtalinu að dagarnir í fangelsinu hafi verið einmanalegir. Hún hafi málað sér til dundurs en annars ímyndað sér að hún væri einhvers staðar allt annars staðar. Nara sat inni í fangelsi í einn mánuð en fékk að afplána síðustu tvo utan fangelsis. Eftir afplánunina tók við barátta um landvistarleyfi en hún býr nú í heimalandi sínu, Ástralíu. Hún segist nú reyna að nýta áfallið í listsköpun sína sem einhvers konar innblástur; að eitthvað gott komi úr erfiðri reynslu. Ljósið við enda ganganna geti verið dómur henni í vil hjá Mannréttindadómstólnum. Málið verður líklega tekið fyrir á þessu ári en dómstólinn samþykkti að taka málið til meðferðar í júlí í fyrra. „Sumir dagar eru góðir og þá líður mér ótrúlega vel. En sumir dagar eru alveg hörmulegir og þá líður mér eins og það sé enginn tilgangur. Þegar mér líður þannig þá minni ég mig á það að ég mun klára þetta. Þetta mál mun taka enda,“ segir Nara við Guardian. Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Nara afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Hólmsheiði en hún hlaut átján mánaða dóm fyrir árásina, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Hún sagðist fyrir dómi hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum, sem ítrekað hafi beitt hana ofbeldi. Nara hefur ávallt haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Dóminum var mótmælt harðlega hér á landi en um Nara safnaði meðal annars 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings. Þá mótmæltu ríflega þrjátíu manns á Hólmsheiði þegar Nara hélt til afplánunar. Nara hefur sagt frá upphafi máls að réttarkerfið hér á landi hafi brugðist. Mál hennar endurspegli brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að heimilisofbeldi. Í ítarlegu viðtali Guardian lýsir Nara sinni upplifun hér á landi og bendir á að níu konur hafi nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar mála hjá lögreglu. Málin sem látin voru niður falla vörðuðu kynferðisbrot og heimilsofbeldi. Nara segir í viðtalinu að dagarnir í fangelsinu hafi verið einmanalegir. Hún hafi málað sér til dundurs en annars ímyndað sér að hún væri einhvers staðar allt annars staðar. Nara sat inni í fangelsi í einn mánuð en fékk að afplána síðustu tvo utan fangelsis. Eftir afplánunina tók við barátta um landvistarleyfi en hún býr nú í heimalandi sínu, Ástralíu. Hún segist nú reyna að nýta áfallið í listsköpun sína sem einhvers konar innblástur; að eitthvað gott komi úr erfiðri reynslu. Ljósið við enda ganganna geti verið dómur henni í vil hjá Mannréttindadómstólnum. Málið verður líklega tekið fyrir á þessu ári en dómstólinn samþykkti að taka málið til meðferðar í júlí í fyrra. „Sumir dagar eru góðir og þá líður mér ótrúlega vel. En sumir dagar eru alveg hörmulegir og þá líður mér eins og það sé enginn tilgangur. Þegar mér líður þannig þá minni ég mig á það að ég mun klára þetta. Þetta mál mun taka enda,“ segir Nara við Guardian.
Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35
Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13