Man ekki eftir svo alvarlegu broti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 09:31 Daníel Örn Hinriksson er formaður Hundaræktarfélags Íslands. stöð2 Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“ Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“
Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19