Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 13:35 Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans segir að einn liður vegi þyngst í þessu samhengi. „Það sem er að skýra að lang stærstum hluta verðbólgunnar í dag er húsnæðisliðurinn. Húsnæðisverð hækkaði mjög mikið í fyrra og það er að skýra langstærstan hlua af verðbólgunnni,“ segir Daníel. Hann segir að verðbólgan hafi líka verið að aukast erlendis. Ástæður aukningarinnar séu þó misjafnar. „Enn sem komið eru innfluttar vörur og bensín ekki að skýra nema um eitt prósent af 5,7 prósent verðbólgu. En það sem hefur verið að knýja verðbólgu erlendis er hækkun á orkuverði sem hefur ekki haft mikil áhrif hér á landi en hins vegar hefur húsnæðisliðurinn haft mun meiri áhrif hérna. En verðbólgan er að aukast bæði hér og erlendis en það er af mismunandi ástæðum,“ segir Daníel. Sveiflurnar hafi þó í gegnum tíðina verið ýktari hér en erlendis. „Ef við horfum aftur til áttunda og níunda áratugarins þá hefur verðbólgan sveiflast mun meira á Íslandi en annars staðar. En frá aldamótum hefur dregið verulega úr þessum sveiflum hér á Íslandi og sérstaklega frá bankahruninu þá hefur verðbólgan í sjálfu sér ekki verið að sveiflast mikið meira en erlendis en hún hefur verið hærri,“ segir Daníel. „Helstu viðskiptalönd okkar hafa verið að berjast við að ná verðbólgu uppí markmið en Seðlabankanum hefur tekist ágætlega að halda verðbólgunni stöðugri og nálægt markmiðinu. En svona sögulega séð yfir lengri tímabil hefur verðbólgan verið óstöðugari hér en í okkar helstu viðskiptalöndum en það hefur dregið úr því á síðustu árum.“ Efnahagsmál Neytendur Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans segir að einn liður vegi þyngst í þessu samhengi. „Það sem er að skýra að lang stærstum hluta verðbólgunnar í dag er húsnæðisliðurinn. Húsnæðisverð hækkaði mjög mikið í fyrra og það er að skýra langstærstan hlua af verðbólgunnni,“ segir Daníel. Hann segir að verðbólgan hafi líka verið að aukast erlendis. Ástæður aukningarinnar séu þó misjafnar. „Enn sem komið eru innfluttar vörur og bensín ekki að skýra nema um eitt prósent af 5,7 prósent verðbólgu. En það sem hefur verið að knýja verðbólgu erlendis er hækkun á orkuverði sem hefur ekki haft mikil áhrif hér á landi en hins vegar hefur húsnæðisliðurinn haft mun meiri áhrif hérna. En verðbólgan er að aukast bæði hér og erlendis en það er af mismunandi ástæðum,“ segir Daníel. Sveiflurnar hafi þó í gegnum tíðina verið ýktari hér en erlendis. „Ef við horfum aftur til áttunda og níunda áratugarins þá hefur verðbólgan sveiflast mun meira á Íslandi en annars staðar. En frá aldamótum hefur dregið verulega úr þessum sveiflum hér á Íslandi og sérstaklega frá bankahruninu þá hefur verðbólgan í sjálfu sér ekki verið að sveiflast mikið meira en erlendis en hún hefur verið hærri,“ segir Daníel. „Helstu viðskiptalönd okkar hafa verið að berjast við að ná verðbólgu uppí markmið en Seðlabankanum hefur tekist ágætlega að halda verðbólgunni stöðugri og nálægt markmiðinu. En svona sögulega séð yfir lengri tímabil hefur verðbólgan verið óstöðugari hér en í okkar helstu viðskiptalöndum en það hefur dregið úr því á síðustu árum.“
Efnahagsmál Neytendur Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03
Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00
Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41