Handbolti

Ómar Ingi marka­hæstur á EM þar sem Han­sen er meiddur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon átti frábært Evrópumót.
Ómar Ingi Magnússon átti frábært Evrópumót. Kolektiff Images/Getty Images

Stórskyttan Mikkel Hansen mun ekki leika með Danmörku í leiknum um 3. sæti á EM í handbolta. Það þýðir að Ómar Ingi Magnússon endar mótið sem markahæsti leikmaður mótsins nema Wanne Hampus skori 19 mörk í úrslitaleiknum síðar í dag.

Hansen er sem stendur næstmarkahæsti maður mótsins með 47 mörk en hann verður ekki með í leik Danmerkur og Frakklands um bronsið vegna meiðsla. Hansen hefði þurft að skora 13 mörk til að ná markakóngstitlinum af Ómari Inga en ef einhver getur það þá er það Hansen.

Nú er hins vegar ljóst að Ómar Ingi mun enda mótið sem markahæsti leikmaður þess nema Hampus eigi einhvern ótrúlegasta leik síðari ára. Hann þarf að skora 19 mörk í úrslitaleik Svíþjóðar og Spánar til að skáka Ómari Inga.

Ómar Ingi skoraði 59 mörk úr 80 skotum sem þýðir að hann skoraði úr 73 prósent skota sinna. Þar á eftir kom Mikkel Hansen með 47 mörk úr 68 skotum og Moryto Arkadiusz er þriðja markahæstur með 46 mörk úr 61 skoti.

Þá er Ómar Ingi sá leikmaður sem hefur gefið flestar sendingar á mótinu eða 1320 talsins.


Tengdar fréttir

Viktor Gísli í úr­vals­liði EM en ekki pláss fyrir Ómar Inga

Úrvalslið Evrópumótsins í handbolta er klárt. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í sjö manna draumaliði mótsins en ekki er pláss fyrir hinn magnaða Ómar Inga Magnússon sem gæti enn endað sem markahæsti leikmaður mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×