Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Vestra nú rétt í þessu.
Jón Þór mun taka við liði Skagamanna af Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem réði sig nýverið sem aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands.
Jón Þór þekkir vel til á Akranesi þar sem hann ólst upp og steig sín fyrstu skref í þjálfun.