Líkami Gareth Bale hefur allur minnkað á fimm mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 11:31 Gareth Bale hefur ekki komið við sögu í mörgum leikjum Real Madrid á leiktíðinni. Getty/David S. Bustamante Gareth Bale var einu sinni dýrasti og einn allra besti knattspyrnumaður heims. Hann er enn bara 32 ára gamall en síðustu ár hafa ekki verið honum hagstæð inn á fótboltavellinum. Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira