Er ímyndin ímyndun? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. janúar 2022 07:32 Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun