Daníel, sem er varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, greindi frá því um helgina að hann hafi sagt sig frá störfum fyrir borgarstjórn, stjórnmálaþátttöku og félagslegum störfum vegna ásakananna.
Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Eflingar að hún taki slíkar ásakanir mjög alvarlega og lýsi yfir fullum stuðningi við alla þolendur ofbeldis.
Daníel Örn var einnig í framboði til stjórnar Eflingar og hefur hætt við það framboð „af virðingu fyrir baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og aðstæðum.“