„Líklega verstu níutíu sekúndur sem sést hafa í efstu deild karla“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2022 20:31 Halldór Garðar Hermannsson skoraði níu stig gegn ÍR en átti tvær skelfilegar mínútur í fjórða leikhlutanum. vísir/vilhelm Keflvíkingar, og sérstaklega Halldór Garðar Hermannsson, vilja sjálfsagt gleyma leik sínum við ÍR í Subway-deildinni í körfubolta sem fyrst. Hinn annars ágæti leikmaður Halldór Garðar átti sérstaklega slæman kafla í fjórða leikhluta þegar ÍR-ingar lögðu grunninn að 94-77 sigri sínum. „Þetta voru líklega verstu níutíu sekúndur sem sést hafa í efstu deild karla. Ég ætla ekkert að skafa af því. Þetta var agalegt,“ sagði Tómas Steindórsson í Subway Körfuboltakvöldi. Halldór tapaði nefnilega á þessum tíma boltanum tvisvar með misheppnuðum sendingum, fékk tvisvar dæmda á sig sóknarvillu fyrir ólöglega hindrun, og tvær varnarvillur, eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Skelfilegur kafli Halldórs og Keflavíkur „Þetta fór dálítið með leikinn. Það var bara 71-74 þegar þetta byrjaði en svo var þetta komið í tíu stig á þessum tveimur mínútum,“ sagði Tómas. „Þarna fékk líka bekkurinn hjá Keflavík tæknivillu og það varð eitthvað upplausnarástand,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, og Teitur Örlygsson tók í sama streng: „Þeir létu allt fara í taugarnar á sér. Það var ekkert út á dómarana að setja í þessum leik og Hjalti talaði einmitt um það. Menn flýja oft þangað, að kenna einhverjum öðrum um, þegar það gengur illa. Það er bara eitthvað í okkar eðli,“ sagði Teitur. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Hinn annars ágæti leikmaður Halldór Garðar átti sérstaklega slæman kafla í fjórða leikhluta þegar ÍR-ingar lögðu grunninn að 94-77 sigri sínum. „Þetta voru líklega verstu níutíu sekúndur sem sést hafa í efstu deild karla. Ég ætla ekkert að skafa af því. Þetta var agalegt,“ sagði Tómas Steindórsson í Subway Körfuboltakvöldi. Halldór tapaði nefnilega á þessum tíma boltanum tvisvar með misheppnuðum sendingum, fékk tvisvar dæmda á sig sóknarvillu fyrir ólöglega hindrun, og tvær varnarvillur, eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Skelfilegur kafli Halldórs og Keflavíkur „Þetta fór dálítið með leikinn. Það var bara 71-74 þegar þetta byrjaði en svo var þetta komið í tíu stig á þessum tveimur mínútum,“ sagði Tómas. „Þarna fékk líka bekkurinn hjá Keflavík tæknivillu og það varð eitthvað upplausnarástand,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, og Teitur Örlygsson tók í sama streng: „Þeir létu allt fara í taugarnar á sér. Það var ekkert út á dómarana að setja í þessum leik og Hjalti talaði einmitt um það. Menn flýja oft þangað, að kenna einhverjum öðrum um, þegar það gengur illa. Það er bara eitthvað í okkar eðli,“ sagði Teitur. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira