FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 22:06 Á myndinni er Vigdís Hafliðadóttir en myndin er tekin þegar hljómsveitin FLOTT spilaði í Gamla bíói í haust. María Kjartans Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. Vigdís segir í samtali við fréttastofu að hún hafi í upphafi átt von á því að hljómsveitið yrði eitthvað „algjört ruglband.“ Það hafi hins vegar fljótlega komið á daginn að þær væru með „eitthvað alvöru“ í höndunum. FLOTT hefur nú gefið út fjögur lög og öll lögin hafa lent á Vinsældarlista Rásar 2, efst í fyrsta sæti. „Það er mikill heiður að vera valin og bara mikil viðurkenning,“ segir Vigdís og bætir við að samningurinn geti haft í för með sér meiri dreifingu og meiri spilun enda Sony Music eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heimi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2020 og samanstendur af Vigdísi Hafliðadóttur, Ragnhildi Veigarsdóttur, Eyrúnu Engilbertsdóttur, Sylvíu Spilliaert ásamt „heiðurstrommuleikaranum,“ Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur. Þegar blaðamaður spyr hvað Vigdís á við með „heiðurstrommuleikaranum,“ segir Vigdís að hljómsveitarmeðlimir séu í raun fjórir en Sólrún spili yfirleitt með þeim, þegar hún hefur tíma: „Hún er bara svo upptekin - fræg. Hún er svo vinsæll trommuleikari,“ segir Vigdís glettin. Næst á dagskrá er nýtt lag sem kemur út þann 4. febrúar næstkomandi og ber heitið FLOTT rétt eins og hljómsveitin. Þær vilji vilji svo að lokum gefa út plötu: „Við viljum bara gefa út slatta af lögum á árinu,“ segir Vigdís. FLOTT eru meðal annars tilnefndar til Hlustendaverðlaunanna sem nýliði ársins. Vigdís segir að fólk megi endilega kjósa þær „ef það er sammála, en ef það er ósammála þá má það kjósa eitthvað annað,“ segir hún og hlær, og bætir við að það sé allt í góðu að vera ósammála. „Þetta hefur verið draumi líkast, þetta hljómsveitarferðalag. Það er gaman að fólk taki eftir þessu og hafi trú á þessari hljómsveit. Við erum bara í skýjunum.“ Hljómsveitin gefur út nýtt lag þann 4. febrúar næstkomandi.Aðsend Tónlist Sony Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. 13. október 2021 08:00 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Vigdís segir í samtali við fréttastofu að hún hafi í upphafi átt von á því að hljómsveitið yrði eitthvað „algjört ruglband.“ Það hafi hins vegar fljótlega komið á daginn að þær væru með „eitthvað alvöru“ í höndunum. FLOTT hefur nú gefið út fjögur lög og öll lögin hafa lent á Vinsældarlista Rásar 2, efst í fyrsta sæti. „Það er mikill heiður að vera valin og bara mikil viðurkenning,“ segir Vigdís og bætir við að samningurinn geti haft í för með sér meiri dreifingu og meiri spilun enda Sony Music eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heimi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2020 og samanstendur af Vigdísi Hafliðadóttur, Ragnhildi Veigarsdóttur, Eyrúnu Engilbertsdóttur, Sylvíu Spilliaert ásamt „heiðurstrommuleikaranum,“ Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur. Þegar blaðamaður spyr hvað Vigdís á við með „heiðurstrommuleikaranum,“ segir Vigdís að hljómsveitarmeðlimir séu í raun fjórir en Sólrún spili yfirleitt með þeim, þegar hún hefur tíma: „Hún er bara svo upptekin - fræg. Hún er svo vinsæll trommuleikari,“ segir Vigdís glettin. Næst á dagskrá er nýtt lag sem kemur út þann 4. febrúar næstkomandi og ber heitið FLOTT rétt eins og hljómsveitin. Þær vilji vilji svo að lokum gefa út plötu: „Við viljum bara gefa út slatta af lögum á árinu,“ segir Vigdís. FLOTT eru meðal annars tilnefndar til Hlustendaverðlaunanna sem nýliði ársins. Vigdís segir að fólk megi endilega kjósa þær „ef það er sammála, en ef það er ósammála þá má það kjósa eitthvað annað,“ segir hún og hlær, og bætir við að það sé allt í góðu að vera ósammála. „Þetta hefur verið draumi líkast, þetta hljómsveitarferðalag. Það er gaman að fólk taki eftir þessu og hafi trú á þessari hljómsveit. Við erum bara í skýjunum.“ Hljómsveitin gefur út nýtt lag þann 4. febrúar næstkomandi.Aðsend
Tónlist Sony Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. 13. október 2021 08:00 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. 13. október 2021 08:00
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05