Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2022 22:49 Flugvél United Airlines á O'Hare flugvelli í Chicago. Scott Olson/Getty Images Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför. Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað. Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað.
Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira