„Þetta er smábrot af því sem mun koma“ Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2022 10:00 Viktor Gísli Hallgrímsson í leiknum stórkostlega gegn Frökkum á EM þar sem hann átti ríkan þátt í stórsigri Íslands. Getty/Sanjin Strukic Markvörðurinn ungi Viktor Gísli Hallgrímsson segir að framtíðin sé mjög björt hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Það að liðið hafi náð 6. sæti á nýafstöðnu Evrópumóti sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skuli. Viktor Gísli, sem valinn var besti markvörður EM, telur að Ísland geti unnið til verðlauna á stórmóti á allra næstu árum: „Já, ég held það. Við erum bara rétt að byrja. Við erum allir ungir og þetta hefur verið í spilunum síðustu ár. Alltaf verið að tala um hve margir ungir og efnilegir séu að koma upp; ´96-landsliðið, 00‘-landsliðið… ég held að framtíðin sé mjög björt. Þetta er smábrot af því sem mun koma,“ segir Viktor í viðtali við Rikka G. Klippa: Viktor Gísli spenntur fyrir Frakklandsför Viktor sló svo sannarlega í gegn á EM og sá til þess að fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar kæmi ekki að sök. Hann hló þó aðspurður hvort að hann væri „nýi kóngurinn í bænum“: „Við erum bara teymi. Ágúst Elí [Björgvinsson] er líka frábær markvörður. Þetta er bara samvinna. Við skoðum andstæðingana mikið saman. Bjöggi hjálpar mér mikið. Gústi hjálpar mér líka mikið. Þetta er góð samvinna.“ Viktor Gísli leikur í dag með GOG og vonast til þess að frammistaðan á EM færi honum stærra hlutverk þar en áður. Í sumar fer Viktor hins vegar til Nantes í Frakklandi, eftir að hafa átt stórkostlegan leik í stórsigri Íslands á Frökkum á EM: „Þetta skemmir ekki fyrir manni þegar maður mætir til Frakklands í sumar. Þetta var góður leikur til að loka rammanum í,“ segir Viktor, spenntur fyrir því að fara til Frakklands: „Vonandi er ég að fara að spila Meistaradeildarhandbolta í fyrsta sinn af einhverri alvöru. Franska deildin er hörkudeild sem verið hefur á uppleið síðustu ár, og ég hlakka mjög til að breyta aðeins til og er bara spenntur fyrir þessu.“ EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ómar Ingi markahæstur á EM þar sem Hansen er meiddur Stórskyttan Mikkel Hansen mun ekki leika með Danmörku í leiknum um 3. sæti á EM í handbolta. Það þýðir að Ómar Ingi Magnússon endar mótið sem markahæsti leikmaður mótsins nema Wanne Hampus skori 19 mörk í úrslitaleiknum síðar í dag. 30. janúar 2022 14:31 Viktor Gísli í úrvalsliði EM en ekki pláss fyrir Ómar Inga Úrvalslið Evrópumótsins í handbolta er klárt. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í sjö manna draumaliði mótsins en ekki er pláss fyrir hinn magnaða Ómar Inga Magnússon sem gæti enn endað sem markahæsti leikmaður mótsins. 30. janúar 2022 11:54 Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00 Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Viktor Gísli, sem valinn var besti markvörður EM, telur að Ísland geti unnið til verðlauna á stórmóti á allra næstu árum: „Já, ég held það. Við erum bara rétt að byrja. Við erum allir ungir og þetta hefur verið í spilunum síðustu ár. Alltaf verið að tala um hve margir ungir og efnilegir séu að koma upp; ´96-landsliðið, 00‘-landsliðið… ég held að framtíðin sé mjög björt. Þetta er smábrot af því sem mun koma,“ segir Viktor í viðtali við Rikka G. Klippa: Viktor Gísli spenntur fyrir Frakklandsför Viktor sló svo sannarlega í gegn á EM og sá til þess að fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar kæmi ekki að sök. Hann hló þó aðspurður hvort að hann væri „nýi kóngurinn í bænum“: „Við erum bara teymi. Ágúst Elí [Björgvinsson] er líka frábær markvörður. Þetta er bara samvinna. Við skoðum andstæðingana mikið saman. Bjöggi hjálpar mér mikið. Gústi hjálpar mér líka mikið. Þetta er góð samvinna.“ Viktor Gísli leikur í dag með GOG og vonast til þess að frammistaðan á EM færi honum stærra hlutverk þar en áður. Í sumar fer Viktor hins vegar til Nantes í Frakklandi, eftir að hafa átt stórkostlegan leik í stórsigri Íslands á Frökkum á EM: „Þetta skemmir ekki fyrir manni þegar maður mætir til Frakklands í sumar. Þetta var góður leikur til að loka rammanum í,“ segir Viktor, spenntur fyrir því að fara til Frakklands: „Vonandi er ég að fara að spila Meistaradeildarhandbolta í fyrsta sinn af einhverri alvöru. Franska deildin er hörkudeild sem verið hefur á uppleið síðustu ár, og ég hlakka mjög til að breyta aðeins til og er bara spenntur fyrir þessu.“
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ómar Ingi markahæstur á EM þar sem Hansen er meiddur Stórskyttan Mikkel Hansen mun ekki leika með Danmörku í leiknum um 3. sæti á EM í handbolta. Það þýðir að Ómar Ingi Magnússon endar mótið sem markahæsti leikmaður mótsins nema Wanne Hampus skori 19 mörk í úrslitaleiknum síðar í dag. 30. janúar 2022 14:31 Viktor Gísli í úrvalsliði EM en ekki pláss fyrir Ómar Inga Úrvalslið Evrópumótsins í handbolta er klárt. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í sjö manna draumaliði mótsins en ekki er pláss fyrir hinn magnaða Ómar Inga Magnússon sem gæti enn endað sem markahæsti leikmaður mótsins. 30. janúar 2022 11:54 Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00 Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Ómar Ingi markahæstur á EM þar sem Hansen er meiddur Stórskyttan Mikkel Hansen mun ekki leika með Danmörku í leiknum um 3. sæti á EM í handbolta. Það þýðir að Ómar Ingi Magnússon endar mótið sem markahæsti leikmaður mótsins nema Wanne Hampus skori 19 mörk í úrslitaleiknum síðar í dag. 30. janúar 2022 14:31
Viktor Gísli í úrvalsliði EM en ekki pláss fyrir Ómar Inga Úrvalslið Evrópumótsins í handbolta er klárt. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í sjö manna draumaliði mótsins en ekki er pláss fyrir hinn magnaða Ómar Inga Magnússon sem gæti enn endað sem markahæsti leikmaður mótsins. 30. janúar 2022 11:54
Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00
Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00
Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01