Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2022 21:00 Katrín Ósk Ásgeirsdóttir. instagram Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Fljúga tveimur vikum lengur Engin uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjá meira
Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Fljúga tveimur vikum lengur Engin uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjá meira