Róttækar breytingar á flestum heimilum Snorri Másson skrifar 1. febrúar 2022 23:30 Fjöldi heimila er ekki með allar nauðsynlegar tunnur. Vísir/Vilhelm Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira