Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 22:01 Flugumferð hefur aukist verulega um svæðið síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira