Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 22:01 Flugumferð hefur aukist verulega um svæðið síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira