„Þessi gæi er hæfileikabúnt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2022 19:31 EC Matthews gekk í raðir Grindvíkinga í lok október á síðasta ári. Vísir/Bára Elbert Clark Matthews, eða EC Matthews eins og hann er yfirleitt kallaður, var til umræðu í seinasta þætti Körfuboltakvölds. Sérfræðingar þáttarins voru sammála um það að þarna væri hæfileikabúnt á ferðinni, en að liðsfélagar hans í Grindavík væru oft að gera honum erfitt fyrir. „EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
„EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira