Íslensku stelpurnar í Bayern geta spilað sögulegan leik á Allianz Arena Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Getty/Gualter Fatia Íslendingaliðið Bayern München hefur ákveðið að taka risastórt skref fyrir kvennalið félagsins með því að leyfa konunum að spila á Allianz Arena í Meistaradeildinni. Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira