Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2022 11:25 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu. Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira