Sömuleiðis sækja Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS, um stöðuna.
Greint er frá þessu á vef RÚV. Staðan var auglýst í janúar en Rakel Þorbergsdóttir lét af störfum sem fréttastjóri um áramótin. Sömuleiðis var starf dagskrárstjóra Rásar 2 auglýst laust til umsóknar og sóttu fimm einstaklingar um stöðuna. Þeir voru eftirfarandi:
- Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri.
- Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri.
- Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur.
- Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2.
- Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri.
Baldvin Þór Bergsson lét af störfum sem dagskrárstjóri Rásar 2 og númiðla RÚV um áramótin og tók við sem ritstjóri Kastljóss.