Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2022 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir knýr aftur dyra hjá Eflingu með framboði sínu til formanns. Sigur hennar í formannskjöri félagsins árið 2018 var sögulegur. Vísir/Vilhelm Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. Uppstillingarnefnd Eflingar leggur fram svo kallaðan A-lista með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur starfandi varaformann í oddvitasæti en hún tók við varaformennskunni þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í lok október. Umboðsmenn tveggja annarra framboða mættu síðan með framboðs- og meðmælendalista á skrifstofu Eflingar skömmu fyrir klukkan níu í morgun þegar framboðsfrestur rann út. Efling er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins með um 27 þúsund félaga. Áherslur félagsins í kjaramálum vega þar af leiðandi þungt við samningaborðið. Það getur því skipt miklu máli hver og hverjir skipa forystu félagsins nú þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu ára eru framundan. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður Eflingar segir að tekist hafi að skapa góðan anda á skrifstofunni undanfarna þrjá mánuði.Stöð 2/Sigurjón Ólöf Helga segir að tekist hafi að skapa góðan starfsanda á skrifstofu Eflíngar undanfarna þrjá mánuði. Áherslur í komandi kjaraviðræðum verði meðal annars á skattamál. „Við stefnum á að leggja mikla áherslu á húsnæðismál. Viljum byggja mikið upp bæði á fasteignamarkaði og leigumarkaði. Okkur finnst mikilvægt að endurvekja vaxtabótakerfið. Það hefur svolítið fengið að fjara út en það er mjög mikilvægt fyrir lágtekjufólk sérstaklega,“ segir Ólöf Helga. Þá ættu lífeyrissjóðirnir að koma að uppbyggingu óhagnaðardrifinis húsnæðis. Guðmundur Baldursson vill efla grasrótina innan Eflingar með stofnun fimm manna stjórna á ólíkum starfssviðum innan hreyfingarinnar sem síðan útnefni fulltrúa í samninganefnd.Stöð 2/Egill Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu leggur einnig mikla áherlsu á húsnæðis- og vaxtamál sem og eflingu grasrótarinnar innan félagsins. Hann hefur deilt hart á stjórnunaraðferðir Sólveigar Önnu undanfarin ár. Upplausn á skrifstofunni hafi kostað félagið 128 milljónir vegna langtíma veikinda starfsmanna, launa á óunnum uppsagnarfresti og kostnaðar við starfslokasamninga. Um fjörtíu starfsmenn hafi hætt störfum á skrifstofunni sem gæti endurtekið sig nái Sólveig Anna kjöri. Kostnaður við greiðslur á uppsagnarfresti til Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar er innifalinn í þessum tölum.Grafík/Ragnar Vesage „Skrifstofa Eflingar er hryggjarstykkið í þessu samfélagi. Hver á að þjónusta þetta fólk, þessa þrjátíu þúsund félagsmenn? Það er náttúrlega fólkið á skrifstofunni. Þú hendir því ekki bara út. Skiptir út. Hvað þýðir það. Jú, það þýðir væntanlega annar og svipaður kostnaðarauki eins og hefur verið í tíð Sólveigar Önnu. Yfir hundrað milljónir. Vill fólk það? Ég segi nei,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna afþakkaði viðtal þegar eftir því var leitað í dag. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Uppstillingarnefnd Eflingar leggur fram svo kallaðan A-lista með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur starfandi varaformann í oddvitasæti en hún tók við varaformennskunni þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í lok október. Umboðsmenn tveggja annarra framboða mættu síðan með framboðs- og meðmælendalista á skrifstofu Eflingar skömmu fyrir klukkan níu í morgun þegar framboðsfrestur rann út. Efling er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins með um 27 þúsund félaga. Áherslur félagsins í kjaramálum vega þar af leiðandi þungt við samningaborðið. Það getur því skipt miklu máli hver og hverjir skipa forystu félagsins nú þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu ára eru framundan. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður Eflingar segir að tekist hafi að skapa góðan anda á skrifstofunni undanfarna þrjá mánuði.Stöð 2/Sigurjón Ólöf Helga segir að tekist hafi að skapa góðan starfsanda á skrifstofu Eflíngar undanfarna þrjá mánuði. Áherslur í komandi kjaraviðræðum verði meðal annars á skattamál. „Við stefnum á að leggja mikla áherslu á húsnæðismál. Viljum byggja mikið upp bæði á fasteignamarkaði og leigumarkaði. Okkur finnst mikilvægt að endurvekja vaxtabótakerfið. Það hefur svolítið fengið að fjara út en það er mjög mikilvægt fyrir lágtekjufólk sérstaklega,“ segir Ólöf Helga. Þá ættu lífeyrissjóðirnir að koma að uppbyggingu óhagnaðardrifinis húsnæðis. Guðmundur Baldursson vill efla grasrótina innan Eflingar með stofnun fimm manna stjórna á ólíkum starfssviðum innan hreyfingarinnar sem síðan útnefni fulltrúa í samninganefnd.Stöð 2/Egill Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu leggur einnig mikla áherlsu á húsnæðis- og vaxtamál sem og eflingu grasrótarinnar innan félagsins. Hann hefur deilt hart á stjórnunaraðferðir Sólveigar Önnu undanfarin ár. Upplausn á skrifstofunni hafi kostað félagið 128 milljónir vegna langtíma veikinda starfsmanna, launa á óunnum uppsagnarfresti og kostnaðar við starfslokasamninga. Um fjörtíu starfsmenn hafi hætt störfum á skrifstofunni sem gæti endurtekið sig nái Sólveig Anna kjöri. Kostnaður við greiðslur á uppsagnarfresti til Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar er innifalinn í þessum tölum.Grafík/Ragnar Vesage „Skrifstofa Eflingar er hryggjarstykkið í þessu samfélagi. Hver á að þjónusta þetta fólk, þessa þrjátíu þúsund félagsmenn? Það er náttúrlega fólkið á skrifstofunni. Þú hendir því ekki bara út. Skiptir út. Hvað þýðir það. Jú, það þýðir væntanlega annar og svipaður kostnaðarauki eins og hefur verið í tíð Sólveigar Önnu. Yfir hundrað milljónir. Vill fólk það? Ég segi nei,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna afþakkaði viðtal þegar eftir því var leitað í dag.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08
Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18
Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34
Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30