Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19 Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 23:30 Það þarf átaks við til að fá íslenska karlmenn til að nota smokk. Vísir/Egill Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum. „Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís. Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís.
Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01
Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30