Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. febrúar 2022 11:35 Viðar Þorsteinsson, er fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Baldur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. Niðurstöðurnar voru kynntar á starfsmannafundi Eflingar í morgun en sálfræðistofan var fengin til að gera úttektina eftir uppþotið sem þar varð í haust. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, þáverandi formaður Eflingar, af sér auk þess sem Viðar sagði upp störfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dregin upp svört mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar á vinnustaðnum. Stjórnarhættirnir eru sagðir hafa batnað til muna eftir að þau hurfu frá störfum og ný forysta tók við í haust. Úttektin er byggð á viðtölum við hátt í fimmtíu starfsmenn skrifstofunnar. Ekki var gerð sérstök eineltisúttekt. Það er þó mat sálfræðistofunnar eftir viðtölin að framkoma Viðars við nokkra undirmenn sína eigi að flokka sem vinnustaðaeinelti og í skýrslunni segir að hann hafi einnig gerst sekur um kvenfyrirlitningu. Þá segir að starfsfólk skrifstofunnar hafi margoft leitað til Sólveigar Önnu og kvartað undan Viðari en hún hafi aldrei aðhafst neitt í málinu. Sólveig Anna hefur aftur gefið kost á sér sem næsti formaður Eflingar.vísir/vilhelm Sem fyrr segir var ákveðið að fá óháðan aðila til að gera vinnustaðaúttektina í nóvember síðastliðnum og áttu niðurstöðurnar alltaf að vera kynntar fyrir starfsmannahóp skrifstofunnar í kring um lok janúar. Forystufólk Eflingar vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu í morgun en segir að von sé á tilkynningu vegna úttektarinnar síðar í dag. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Niðurstöðurnar voru kynntar á starfsmannafundi Eflingar í morgun en sálfræðistofan var fengin til að gera úttektina eftir uppþotið sem þar varð í haust. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, þáverandi formaður Eflingar, af sér auk þess sem Viðar sagði upp störfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dregin upp svört mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar á vinnustaðnum. Stjórnarhættirnir eru sagðir hafa batnað til muna eftir að þau hurfu frá störfum og ný forysta tók við í haust. Úttektin er byggð á viðtölum við hátt í fimmtíu starfsmenn skrifstofunnar. Ekki var gerð sérstök eineltisúttekt. Það er þó mat sálfræðistofunnar eftir viðtölin að framkoma Viðars við nokkra undirmenn sína eigi að flokka sem vinnustaðaeinelti og í skýrslunni segir að hann hafi einnig gerst sekur um kvenfyrirlitningu. Þá segir að starfsfólk skrifstofunnar hafi margoft leitað til Sólveigar Önnu og kvartað undan Viðari en hún hafi aldrei aðhafst neitt í málinu. Sólveig Anna hefur aftur gefið kost á sér sem næsti formaður Eflingar.vísir/vilhelm Sem fyrr segir var ákveðið að fá óháðan aðila til að gera vinnustaðaúttektina í nóvember síðastliðnum og áttu niðurstöðurnar alltaf að vera kynntar fyrir starfsmannahóp skrifstofunnar í kring um lok janúar. Forystufólk Eflingar vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu í morgun en segir að von sé á tilkynningu vegna úttektarinnar síðar í dag.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira