Áramótaskaupið telst í ófyndnara lagi Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2022 13:42 Ef marka má könnun Maskínu var það ekki svo að landsmenn hafi kútvelst um stofur sínar af hlátri yfir síðasta Áramótaskaupi. Könnun Maskínu leiðir í ljós að Áramótaskaup Ríkisútvarpsins að þessu sinni þótti ekki sérstaklega gott. Ef borið er saman við síðustu ár þá eru aðeins 45 prósent sem telja það mjög gott en til samanburðar voru tæp 85 prósent afar ánægð með Skaupið 2020. Árið 2019 voru 71 prósent á því að skaupið væri gott, 2018 voru 62 prósent á þeirri skoðun en 2017 voru þeir 76 prósent. Árið 2016 voru 60 prósent þeirrar skoðunar að Skaupið hafi þá verið gott. Könnunin í samanburði við kannanir undanfarinna ára.Maskína Eins og sjá má á súluritinu hér ofar voru fleiri þeirrar skoðunar en undanfarin ár að Skaupið hafi beinlínis verið slakt eða 31 prósent. Könnunin var lögð fyrir það sem heitir Þjóðargátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks eða panell, sem dreginn er með tilviljunarkenndu úrtaki úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Í skýringu segir að Svörin hafi verið vegin samkvæmt „mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega.“ En könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022. Hér má sjá niðurstöðu greinda út frá búsetu og aldri.Maskína Sé rýnt í könnunina um afstöðu fólks til Skaupsins nú kemur á daginn að þeir sem búa á Austurlandi voru ánægðastir með grínið eða rúm 42 prósent sem töldu það frekar gott og 14,5 prósent mjög gott. Þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu var síður skemmt. Þá virðist sem fólk á fertugsaldrinum hafi verið fremur spör á hlátrasköllinn því heil 21 prósent í þeim aldursflokki telja Skaupið mjög slakt. Þá var einnig litið til flokkspólitískra skoðana og hún borin saman við afstöðu til Skaupsins. Þar kemur á daginn að 38,5 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins töldu Skaupið frekar eða mjög slakt, Sósíalistar voru neikvæðir sem nemur 37,8 prósentum, Sjálfstæðismenn voru 36,5 ósáttir og 34,3 prósent Miðflokksfólks. Stuðningsmenn annarra flokka fengu svo sem ekki krampa í maga af hlátri en voru sýnu jákvæðari. Greina má mun eftir flokkspólitískri afstöðu sé litið til afstöðu til Skaupsins.Maskína Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Grín og gaman Leikhús Skoðanakannanir Tengdar fréttir Gera upp Skaupið: „Enda er mér nokkuð oft kastað í tussuna“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir Áramótaskaupið 2021. Sindri Sindrason ræddi við leikstjórann, nokkra vel valda leikara og fengu áhorfendur að rifja upp bestu atriðin. 4. janúar 2022 10:31 Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Skiptar skoðanir netverja um Skaupið: „Þórólfur er alveg low key daddy“ Netverjar voru að vanda duglegir að tjá skoðun sína á Áramótaskaupinu og draga fram þau atriði sem vöktu mesta lukku. 1. janúar 2022 09:02 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ef borið er saman við síðustu ár þá eru aðeins 45 prósent sem telja það mjög gott en til samanburðar voru tæp 85 prósent afar ánægð með Skaupið 2020. Árið 2019 voru 71 prósent á því að skaupið væri gott, 2018 voru 62 prósent á þeirri skoðun en 2017 voru þeir 76 prósent. Árið 2016 voru 60 prósent þeirrar skoðunar að Skaupið hafi þá verið gott. Könnunin í samanburði við kannanir undanfarinna ára.Maskína Eins og sjá má á súluritinu hér ofar voru fleiri þeirrar skoðunar en undanfarin ár að Skaupið hafi beinlínis verið slakt eða 31 prósent. Könnunin var lögð fyrir það sem heitir Þjóðargátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks eða panell, sem dreginn er með tilviljunarkenndu úrtaki úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Í skýringu segir að Svörin hafi verið vegin samkvæmt „mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega.“ En könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022. Hér má sjá niðurstöðu greinda út frá búsetu og aldri.Maskína Sé rýnt í könnunina um afstöðu fólks til Skaupsins nú kemur á daginn að þeir sem búa á Austurlandi voru ánægðastir með grínið eða rúm 42 prósent sem töldu það frekar gott og 14,5 prósent mjög gott. Þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu var síður skemmt. Þá virðist sem fólk á fertugsaldrinum hafi verið fremur spör á hlátrasköllinn því heil 21 prósent í þeim aldursflokki telja Skaupið mjög slakt. Þá var einnig litið til flokkspólitískra skoðana og hún borin saman við afstöðu til Skaupsins. Þar kemur á daginn að 38,5 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins töldu Skaupið frekar eða mjög slakt, Sósíalistar voru neikvæðir sem nemur 37,8 prósentum, Sjálfstæðismenn voru 36,5 ósáttir og 34,3 prósent Miðflokksfólks. Stuðningsmenn annarra flokka fengu svo sem ekki krampa í maga af hlátri en voru sýnu jákvæðari. Greina má mun eftir flokkspólitískri afstöðu sé litið til afstöðu til Skaupsins.Maskína
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Grín og gaman Leikhús Skoðanakannanir Tengdar fréttir Gera upp Skaupið: „Enda er mér nokkuð oft kastað í tussuna“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir Áramótaskaupið 2021. Sindri Sindrason ræddi við leikstjórann, nokkra vel valda leikara og fengu áhorfendur að rifja upp bestu atriðin. 4. janúar 2022 10:31 Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Skiptar skoðanir netverja um Skaupið: „Þórólfur er alveg low key daddy“ Netverjar voru að vanda duglegir að tjá skoðun sína á Áramótaskaupinu og draga fram þau atriði sem vöktu mesta lukku. 1. janúar 2022 09:02 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Gera upp Skaupið: „Enda er mér nokkuð oft kastað í tussuna“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir Áramótaskaupið 2021. Sindri Sindrason ræddi við leikstjórann, nokkra vel valda leikara og fengu áhorfendur að rifja upp bestu atriðin. 4. janúar 2022 10:31
Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50
Skiptar skoðanir netverja um Skaupið: „Þórólfur er alveg low key daddy“ Netverjar voru að vanda duglegir að tjá skoðun sína á Áramótaskaupinu og draga fram þau atriði sem vöktu mesta lukku. 1. janúar 2022 09:02