Salah og Mané mætast í úrslitum eftir annan vítaspyrnusigur Egypta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 21:50 Mohamed Salah mætir liðsfélaga sínum hjá Liverpool í úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á sunnudaginn. Visionhaus/Getty Images Egyptar eru komnir í úrslit Afríkumótsins í fótbolta eftir 3-1 sigur gegn heimamönnum í Kamerún í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal. Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal.
Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira