Skoðun

Hin nýja veröld

Einar Scheving skrifar

Ég átta mig ekki á því hvenær veröldin breyttist, en hún hefur þó sannarlega breyst. Ég tók hins vegar ekki eftir þessari breytingu fyrr en ég var reglulega minntur á hana af málsmetandi fólki í samfélaginu og er ég ævinlega þakklátur þessu fólki fyrir að koma fyrir mig vitinu og færa mig til nútímans.

Í hinni nýju veröld eru engir óþarfa núansar að þvælast fyrir, enda er auðvitað ekkert spektrúm lengur - enginn skali. Allt er annað hvort eða. Svart eða hvítt - engir litir eða blæbrigði. Reyndar - og réttara sagt - þá er ekkert „eða“ heldur. Það er líka horfið, enda var það sennilega óþarft alla tíð. Hlutirnir eru á einn veg og það þarf ekkert að ræða þá frekar.

Hin nýja veröld felur auðvitað í sér ákveðin þægindi. Þegar búið er að ákveða hvernig hlutirnir eru þá þarf maður ekki að eyða tíma sínum í að velta neinu öðru fyrir sér, enda eru auðvitað engir aðrir möguleikar í stöðunni hverju sinni.

Lífið hefur aldrei verið einfaldara og þægilegra. Í hinni nýju veröld hafa yfirvöld alltaf rétt fyrir sér og sér í lagi embættismenn á þeirra vegum. Allar bólusetningar með öllum bóluefnum fyrir alla aldurshópa eru alltaf nauðsynlegar og auðvitað frábærar. Allar. Alltaf. Allir sem hafa minnstu efasemdir um einn tiltekinn þátt eins bóluefnis í gervallri sögu bóluefna eru andbólusetningasinnar og einfaldlega fávitar.

Þórólfur og Guðni Th. eru skynsömustu menn landsins og Kári er einfaldlega klárasti maður í heimi - ekki nema Fauci toppi hann mögulega. Vestra er Trump vondur og Biden góður. Neil Young er réttsýnn og Joe Rogan er bæði vondur og hættulegur. Ritskoðun er ekki ritskoðun þegar réttsýnt og gott fólk er einvörðungu að vernda okkur þegnana fyrir skaðlegum upplýsingum, enda erum við ekki fær um að velja og hafna. Val býður nefnilega alltaf hættunni heim og er því nauðsynlegt að einhverir taki að sér að hafna fyrir okkur. Ég er því fullur þakklætis, enda er einfalt og ábyrgðarlaust líf best.

Takk!

Höfundur er tónlistarmaður




Skoðun

Skoðun

21 blár

Jón Pétur Zimsen skrifar

Sjá meira


×