Hvar er hinn sértæki húsnæðismarkaður fatlaðs fólks? María Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2022 10:00 Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar