Heimamenn í Kolding voru með forystuna allt frá fyrstu mínútu og náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Liðið leiddi með fimm mörkum þegar gengið var til búningsherbergja, 19-14.
Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik. Heimamenn náðu mest níu marka forskoti og þrátt fyrir að gefa aðeins eftir undir lok leiks var sigurinn aldrei í hættu.
Lokatölur urðu eins og áður segir 29-26, en Ágúst Elí varði fjóra bolta í marki Kolding af þeim tólf skotum sem hann fékk á sig.
Kolding situr nú í ellefta sæti deildarinnar með tólf stig eftir átján leiki, einu stigi minna en Ringsted sit situr í níunda sæti.