Hetjur Middlesbrough uppaldar í Manchester | Boltinn fór óvart í hendina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 12:45 Fagnaðarlæti Middlesbrough að leik loknum og atvikið umtalaða. Clive Mason/Getty Images/Stöð 2 Sport Middlesbrough sló Manchester United út úr FA-bikarnum í gærkvöld. Mennirnir sem jöfnuðu metin áður en Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni eru báðir uppaldir hjá Manchester United. Manchester United féll úr FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í gærkvöld. Staðan á Old Trafford var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn óðu hreinlega í færum. Þá fór boltinn í hönd leikmanns Middlsbrough í aðdraganda jöfnunarmarksins en ekkert var dæmt þar sem ekki var um „viljandi hendi“ að ræða og því fékk markið að standa. Á endanum fór það svo að Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni þar sem táningurinn Anthony Elanga skaut yfir og B-deildarliðið komið áfram. On the 'handball', Anthony Taylor felt it was accidental as the ball had bounced up off his chest. VAR Stuart Attwell endorsed this interpretation.— Simon Stone (@sistoney67) February 4, 2022 Það ætti ekki að koma á óvart að gestirnir hafi farið áfram þar sem Man United hefur aldrei unnið vítaspyrnukeppni í 151 árs sögu FA-bikarsins. Það vekur einnig athygli að mennirnir á bakvið jöfnunarmark Middlesbrough eru báðir fyrrum leikmenn Manchester United. Duncan Watmore, sem lagði boltann fyrir sig með hendinni, lagði upp markið á Matt Crooks sem hefur stutt liðið alla tíð síðan hann var smá polli. „Þetta var alveg óvart. Ég veit að boltinn snerti hendi mína en það var ekki ætlunin. Það var frábært að leggja upp á Crooksy. Við vorum hér saman á árum áður svo þetta er mjög sérstakt fyrir okkur báða,“ sagði Watmore í viðtali að leik loknum. It was completely accidental - I know it touched my hand but it wasn t intended at all it s just amazing to set up Crooksy. We were in a United age group together here, so it s quite special for both of us. - Duncan Watmore @GabrielClarke05 @EmiratesFACup | #Boro pic.twitter.com/J7wK8v2CJT— ITV Football (@itvfootball) February 4, 2022 FA-bikarinn heldur áfram í dag og hver veit nema það verði fleiri óvænt úrslit á dagskrá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Manchester United féll úr FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í gærkvöld. Staðan á Old Trafford var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn óðu hreinlega í færum. Þá fór boltinn í hönd leikmanns Middlsbrough í aðdraganda jöfnunarmarksins en ekkert var dæmt þar sem ekki var um „viljandi hendi“ að ræða og því fékk markið að standa. Á endanum fór það svo að Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni þar sem táningurinn Anthony Elanga skaut yfir og B-deildarliðið komið áfram. On the 'handball', Anthony Taylor felt it was accidental as the ball had bounced up off his chest. VAR Stuart Attwell endorsed this interpretation.— Simon Stone (@sistoney67) February 4, 2022 Það ætti ekki að koma á óvart að gestirnir hafi farið áfram þar sem Man United hefur aldrei unnið vítaspyrnukeppni í 151 árs sögu FA-bikarsins. Það vekur einnig athygli að mennirnir á bakvið jöfnunarmark Middlesbrough eru báðir fyrrum leikmenn Manchester United. Duncan Watmore, sem lagði boltann fyrir sig með hendinni, lagði upp markið á Matt Crooks sem hefur stutt liðið alla tíð síðan hann var smá polli. „Þetta var alveg óvart. Ég veit að boltinn snerti hendi mína en það var ekki ætlunin. Það var frábært að leggja upp á Crooksy. Við vorum hér saman á árum áður svo þetta er mjög sérstakt fyrir okkur báða,“ sagði Watmore í viðtali að leik loknum. It was completely accidental - I know it touched my hand but it wasn t intended at all it s just amazing to set up Crooksy. We were in a United age group together here, so it s quite special for both of us. - Duncan Watmore @GabrielClarke05 @EmiratesFACup | #Boro pic.twitter.com/J7wK8v2CJT— ITV Football (@itvfootball) February 4, 2022 FA-bikarinn heldur áfram í dag og hver veit nema það verði fleiri óvænt úrslit á dagskrá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira