Fótbolti

Rúnar Alex stóð vaktina í góðum sigri | Elías Már sá rautt í tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í OH Leuven unnu góðan sigur í kvöld.
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í OH Leuven unnu góðan sigur í kvöld. Plumb Images/Getty Images

Það voru þrír Íslendingar í eldlínunni í evrópska fótboltanum í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki OH Leuven í 3-1 sigri í belgísku deildinni, Elías Már Ómarsson fékk beint rautt spjald í frönsku B-deildinni og Árni Vilhjálmsson kom inn af varamannabekknum í sömu deild.

Rúnar Alex og félagar í OH Leuven unnu 3-1 sigur gegn Oostende og sitja nú í 12. sæti deildarinnar með 30 stig eftir 24 leiki. Leuven hefur verið á ágætri siglingu undanfarnar vikur og hefur aðeins tapað einum af seinustu fimm leikjum sínum.

Elías Már Ómarsson átti hins vegar ekki jafn góðan dag og Rúnar er hann kom inn af varamannabekknum hjá Nimes gegn Dunkerque í frönsku B-deildinni. Elías kom inn á sem varamaður á 57. mínútu, en tíu mínútum síðar var hann sendur í sturtu með beint rautt spjald.

Elías og félagar töpuðu leiknum 1-0, en liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leik kvöldsins.

Þá kom Árni Vilhjálmsson inn af varamannabekknum fyrir Rodez er liðið gerði markalaust jafntefli við Valenciennes í frönsku B-deildinni. Gengi Rodez hefur ekki verið gott seinustu vikur, en liðið er á sigurs í seinustu sex leikjum og situr í tíunda sæti deildarinnar með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×