Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Fáni spænska fótboltaliðsins Rayo Vallecano Wikimedia Commons Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu. Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist. Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist.
Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira