Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 10:11 Sumarhús seldust eins og heitar lummur á síðasta ári. Getty Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að metfjöldi kaupsamninga um sumarhús hafi verið undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. 603 kaupsamningar um sumarhús voru undirritaðir á síðasta ári. Er það tvöföldun frá árinu 2019 þegar ríflega þrjú hundruð kaupsamningar voru undirritaðir. „Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi,“ segir í Hagsjánni. Hækkað umfram íbúðaverð á landsbyggðinni Nýjustu gögn sem fáanleg eru um verð sumarhúsa eru frá öðrum ársfjórðungi í fyrra þar sem meðalfermetraverðið reyndist vera 394.000 kr. Hefur það hækkað um 16 prósent frá öðrum ársfjórðungi árið á undan. Sé litið til þróunar síðustu fjögurra ársfjórðunga og tekin breyting milli ára sést að sumarhús hafa hækkað um fjórtán prósent milli ára samkvæmt nýjustu gögnum á sama tíma og íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðis hefur hækkað um átta prósent. „Markaðurinn með sumarhús er um margt áhugaverður og má segja að hann endurspegli að einhverju leyti ástandið í þjóðfélaginu. Mikil sala síðustu ár er að líkindum bein afleiðing af faraldrinum og því óljóst hvort sú þróun haldi áfram nú þegar vextir fara hækkandi og almennt hægir á eftirspurn. Það er líklegt að ferðalög aukist á ný, en þó má velta vöngum yfir því hvort aukin meðvitund almennings um loftslagsmál hvetji fólk til þess að verja sumrinu frekar innanlands í sumarhúsi en á erlendri grund með áframhaldandi eftirspurn eftir sumarhúsum,“ segir í Hagsjánni, sem lesa má hér. Íslenskir bankar Húsnæðismál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að metfjöldi kaupsamninga um sumarhús hafi verið undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. 603 kaupsamningar um sumarhús voru undirritaðir á síðasta ári. Er það tvöföldun frá árinu 2019 þegar ríflega þrjú hundruð kaupsamningar voru undirritaðir. „Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi,“ segir í Hagsjánni. Hækkað umfram íbúðaverð á landsbyggðinni Nýjustu gögn sem fáanleg eru um verð sumarhúsa eru frá öðrum ársfjórðungi í fyrra þar sem meðalfermetraverðið reyndist vera 394.000 kr. Hefur það hækkað um 16 prósent frá öðrum ársfjórðungi árið á undan. Sé litið til þróunar síðustu fjögurra ársfjórðunga og tekin breyting milli ára sést að sumarhús hafa hækkað um fjórtán prósent milli ára samkvæmt nýjustu gögnum á sama tíma og íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðis hefur hækkað um átta prósent. „Markaðurinn með sumarhús er um margt áhugaverður og má segja að hann endurspegli að einhverju leyti ástandið í þjóðfélaginu. Mikil sala síðustu ár er að líkindum bein afleiðing af faraldrinum og því óljóst hvort sú þróun haldi áfram nú þegar vextir fara hækkandi og almennt hægir á eftirspurn. Það er líklegt að ferðalög aukist á ný, en þó má velta vöngum yfir því hvort aukin meðvitund almennings um loftslagsmál hvetji fólk til þess að verja sumrinu frekar innanlands í sumarhúsi en á erlendri grund með áframhaldandi eftirspurn eftir sumarhúsum,“ segir í Hagsjánni, sem lesa má hér.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent