Þurfa tuttugu lasagnediska á dag Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2022 17:01 Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking þarf að fá nóg að borða og til þess er séð í ólympíuþorpinu. Getty/Wang Zhao Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking er ekki bara það besta í heimi í sínum íþróttagreinum. Margt af því getur tekið mun betur til matar síns en meðalmaðurinn. Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira