„Það kom smá babb í bátinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 14:43 Svona var staðan á sjöunda tímanum í morgun. Síðan þá hafa sveitungar lagt hönd á plóg. North West Hotel & Restaurant Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum. „Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17. Veður Húnaþing vestra Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
„Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17.
Veður Húnaþing vestra Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira