Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 17:57 Ráðherra talaði fyrir sal blaðamanna síðdegis í dag þar sem hún skýrði enn skoðun sína á því að hún telji best að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira