Reynir segir dóminn víkka tjáningarfrelsið til mikilla muna Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2022 15:49 Reynir ætlar að fara yfir dóminn með lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni. Hann segir koma til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómsstóls Evrópu en er þó ekki viss um að hann nenni að standa í þessu máli öllu lengur. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segir nýfallinn dóm í Hæstarétti vera þess eðlis að nú geti menn nánast látið nánast hvað sem er flakka. Vísir greindi frá því nú fyrir stundu að dómur í máli hans á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu hafi fallið í Hæstarétti eftir að hafa farið milli dómstiga; héraðs og Landsréttar. Hæstiréttur komst að því að í lagi væri að spyrja, eins og Arnþrúður gerði óneitanlega gildishlaðið opinberlega: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Reynir segir nú liggja fyrir að saka megi menn um manndráp og lygar og vill óska Arnþrúði til hamingju með sigurinn en ætlar nú að skoða framhaldið með Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum. Hann segir spurður það koma til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómsstóls Evrópu, en hann segist ekki viss um að hann nenni að standa í þessu máli öllu lengur. „Ég tek þessu annars af þeirri karlmennsku sem mér er eiginleg,“ segir Reynir. Sem þó telur að þarna sé verið að setja hættulegt fordæmi. Þurfi að þola harðari ummæli Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nyti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði yrði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiddi af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hefðu haslað sér völl á því sviði kynnu að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan teldist eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynni þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vísir greindi frá því nú fyrir stundu að dómur í máli hans á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu hafi fallið í Hæstarétti eftir að hafa farið milli dómstiga; héraðs og Landsréttar. Hæstiréttur komst að því að í lagi væri að spyrja, eins og Arnþrúður gerði óneitanlega gildishlaðið opinberlega: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Reynir segir nú liggja fyrir að saka megi menn um manndráp og lygar og vill óska Arnþrúði til hamingju með sigurinn en ætlar nú að skoða framhaldið með Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum. Hann segir spurður það koma til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómsstóls Evrópu, en hann segist ekki viss um að hann nenni að standa í þessu máli öllu lengur. „Ég tek þessu annars af þeirri karlmennsku sem mér er eiginleg,“ segir Reynir. Sem þó telur að þarna sé verið að setja hættulegt fordæmi. Þurfi að þola harðari ummæli Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nyti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði yrði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiddi af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hefðu haslað sér völl á því sviði kynnu að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan teldist eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynni þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira