Skora á ráðherra að gera kynferðisbrotaþola að aðilum að málum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 21:54 Stígamót hafa skorað á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að breyta stöðu brotaþola kynferðis- og kynbundins ofbeldis í lögum. Vísir/Vilhelm Stígamót hafa sett af stað undirskriftalista þar sem skorað er á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að gera þolendur kynferðisofbeldis að aðilum í málum þeirra. Eins og lögin eru í dag eru þolendur vitni að sínum málum í réttarkerfinu. Stígamót sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að á einum degi hafi 3.500 skrifað undir listann. Með listanum fylgja sögur fimm kvenna, sem allar segjast hafa slæma reynslu af réttarkerfinu þegar þær tilkynntu ofbeldi sem þær hafi verið beittar. Á næstu vikum mun dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um bætta réttarstöðu brotaþola og skora Stígamót á hann að „stíga skrefið til fulls og veita brotaþolum aðild, eða flest þau réttindi, sem sakborningar njóta.“ „Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er til þess fallið að afmennska og hlutgera þolendur. Það skýtur því skökku við þegar réttarkerfið viðheldur hlutgervingunni með því að skilgreina brotaþola sem vitni í eigin máli með afar takmörkuð réttindi,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að í meðförum réttarkerfisins verði líkami brotaþola að vettvangi glæps og brotaþoli sé smættaður niður í viðfang réttarkerfisins í máli sem einungis varði ríkið annars vegar og sakborning hins vegar. „Staðan í dag í réttarkerfinu er slæm. Meirihluti kynferðisbrotamála og mála sem varða ofbeldi í nánum samböndum eru felld niður og hljóta því ekki áheyrn dómstóla. Eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu heyra brotaþolar oft ekki af málinu fyrr en það er fellt niður. Væru brotaþolar aðilar málsins fengju þeir að skoða málsgögnin áður en tekin er ákvörðun um afdrif málsins og gætu þá leiðrétt rangfærslur eða misskilning og jafnvel lagt fram viðbótar sönnunargögn,“ segir í tilkynningunni. „Ráða mátti af orðum dómsmálaráðherra í Kastljósi í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af því að aukin réttindi brotaþola myndu mögulega veikja stöðu þeirra. Í dag eru brotaþolar aðilar máls í Finnlandi, og í Noregi hafa þeir að mestu sambærileg réttindi á við sakborninga. Ekkert bendir til þess að slík réttindi veiki stöðu þeirra.“ Kynferðisofbeldi Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Stígamót sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að á einum degi hafi 3.500 skrifað undir listann. Með listanum fylgja sögur fimm kvenna, sem allar segjast hafa slæma reynslu af réttarkerfinu þegar þær tilkynntu ofbeldi sem þær hafi verið beittar. Á næstu vikum mun dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um bætta réttarstöðu brotaþola og skora Stígamót á hann að „stíga skrefið til fulls og veita brotaþolum aðild, eða flest þau réttindi, sem sakborningar njóta.“ „Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er til þess fallið að afmennska og hlutgera þolendur. Það skýtur því skökku við þegar réttarkerfið viðheldur hlutgervingunni með því að skilgreina brotaþola sem vitni í eigin máli með afar takmörkuð réttindi,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að í meðförum réttarkerfisins verði líkami brotaþola að vettvangi glæps og brotaþoli sé smættaður niður í viðfang réttarkerfisins í máli sem einungis varði ríkið annars vegar og sakborning hins vegar. „Staðan í dag í réttarkerfinu er slæm. Meirihluti kynferðisbrotamála og mála sem varða ofbeldi í nánum samböndum eru felld niður og hljóta því ekki áheyrn dómstóla. Eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu heyra brotaþolar oft ekki af málinu fyrr en það er fellt niður. Væru brotaþolar aðilar málsins fengju þeir að skoða málsgögnin áður en tekin er ákvörðun um afdrif málsins og gætu þá leiðrétt rangfærslur eða misskilning og jafnvel lagt fram viðbótar sönnunargögn,“ segir í tilkynningunni. „Ráða mátti af orðum dómsmálaráðherra í Kastljósi í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af því að aukin réttindi brotaþola myndu mögulega veikja stöðu þeirra. Í dag eru brotaþolar aðilar máls í Finnlandi, og í Noregi hafa þeir að mestu sambærileg réttindi á við sakborninga. Ekkert bendir til þess að slík réttindi veiki stöðu þeirra.“
Kynferðisofbeldi Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira