Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 18:30 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“ Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“
Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23
Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16