Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 16:31 Hagar sem reka meðal annars Bónus voru á meðal fyrirtækjanna fimm sem kröfðu íslenska ríkið um endurgreiðslu. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana. Fyrirtækin kröfðust þess að tollarnir yrðu endurgreiddir því álagningin stæðist ekki lög. Byggði krafan á því að ráðherra hefði fengið valkvæða heimild til álagningar tolla frá löggjafanum. Það stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á með lögum. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunni í maí 2019 en Landsréttur sendi málið aftur heim í hérað þar sem málsmeðferðin í héraði hefði ekki staðiðst. Aftur kvað héraðsdómur upp sýknudóm í málinu og fyrirtækin fimm áfrýjuðu niðurstöðunni til Landsréttar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Í honum kom meðal annars fram að að baki því fyrirkomulagi sem mælt væri fyrir um í búvörulögum og tollalögum um úthlutun tímabundinna tollkvóta á sérstökum tollkjörum byggju lögmæt markmið. Löggjafinn hefði talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt væri grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skyldu lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgunum eftir því sem unnt væri. Samkvæmt hefðbundinni orðskýringu í viðeigandi grein búvörulaga þegar atvikin gerðust þótti Landsrétti ljóst að ráðherra hefði verið skylt að úthluta umræddum tollkvóta að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Í ákvæðinu hefði því með nægilega skýrum hætti verið kveðið á um skattskylduna þegar tilteknar aðstæður ríktu á innanlandsmarkaði. Ákvörðun um úthlutun tollkvótans hefði því ekki verið á hendi ráðherra. Þá þótti engum vafa undirorpið að hverjum gjaldskyldan beindist. Jafnframt þótti löggjafinn hafa tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvaða forsendur skyldu ráða fjárhæð tollgjaldsins samkvæmt tollalögum og að að ráðherra eða önnur stjórnvöld hefðu ekki haft það svigrúm sem máli skipti til að ákveða fjárhæð þess, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Féllst Landsréttur því ekki á að af samspili viðeigandi greina tollaga og búvörulaga leiddi að um óheimilt framsal Alþingis á skattlagningarvaldi til ráðherra hefði verið að ræða sem færi í bága við stjórnarskrána. Þá var ekki fallist á að annmarkar við birtingu fyrrgreindra viðauka við tollalög haggaði gildi þeirra enda hefðu þeir verið birtir í Stjórnartíðindum á sínum tíma og við setningu núgildandi tollalaga hefði löggjafinn tiltekið sérstaklega að þeir skyldu gilda áfram sem viðaukar við lögin. Enn fremur hefði verið vísað til þeirra í dómaframkvæmd. Þá var ekki fallist á að breyting á viðeigandi greinum búvörulaga og tollaga eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefði þýðingu við niðurstöðu málsins. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Haga, Innness, Sælkeradreifingar, Festar og Banana. Skattar og tollar Dómsmál Hagar Festi Mest lesið Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verður yfirmaður hliðartekna hjá Play Viðskipti innlent Snjólaug ráðin til Svarma Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Besta sætanýting í september frá upphafi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Íbúðalán banka jukust um 20 prósent Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Marta Guðrún nýr framkvæmdastjóri hjá ORF Líftækni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Fyrirtækin kröfðust þess að tollarnir yrðu endurgreiddir því álagningin stæðist ekki lög. Byggði krafan á því að ráðherra hefði fengið valkvæða heimild til álagningar tolla frá löggjafanum. Það stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á með lögum. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunni í maí 2019 en Landsréttur sendi málið aftur heim í hérað þar sem málsmeðferðin í héraði hefði ekki staðiðst. Aftur kvað héraðsdómur upp sýknudóm í málinu og fyrirtækin fimm áfrýjuðu niðurstöðunni til Landsréttar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Í honum kom meðal annars fram að að baki því fyrirkomulagi sem mælt væri fyrir um í búvörulögum og tollalögum um úthlutun tímabundinna tollkvóta á sérstökum tollkjörum byggju lögmæt markmið. Löggjafinn hefði talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt væri grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skyldu lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgunum eftir því sem unnt væri. Samkvæmt hefðbundinni orðskýringu í viðeigandi grein búvörulaga þegar atvikin gerðust þótti Landsrétti ljóst að ráðherra hefði verið skylt að úthluta umræddum tollkvóta að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Í ákvæðinu hefði því með nægilega skýrum hætti verið kveðið á um skattskylduna þegar tilteknar aðstæður ríktu á innanlandsmarkaði. Ákvörðun um úthlutun tollkvótans hefði því ekki verið á hendi ráðherra. Þá þótti engum vafa undirorpið að hverjum gjaldskyldan beindist. Jafnframt þótti löggjafinn hafa tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvaða forsendur skyldu ráða fjárhæð tollgjaldsins samkvæmt tollalögum og að að ráðherra eða önnur stjórnvöld hefðu ekki haft það svigrúm sem máli skipti til að ákveða fjárhæð þess, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Féllst Landsréttur því ekki á að af samspili viðeigandi greina tollaga og búvörulaga leiddi að um óheimilt framsal Alþingis á skattlagningarvaldi til ráðherra hefði verið að ræða sem færi í bága við stjórnarskrána. Þá var ekki fallist á að annmarkar við birtingu fyrrgreindra viðauka við tollalög haggaði gildi þeirra enda hefðu þeir verið birtir í Stjórnartíðindum á sínum tíma og við setningu núgildandi tollalaga hefði löggjafinn tiltekið sérstaklega að þeir skyldu gilda áfram sem viðaukar við lögin. Enn fremur hefði verið vísað til þeirra í dómaframkvæmd. Þá var ekki fallist á að breyting á viðeigandi greinum búvörulaga og tollaga eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefði þýðingu við niðurstöðu málsins. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Haga, Innness, Sælkeradreifingar, Festar og Banana.
Skattar og tollar Dómsmál Hagar Festi Mest lesið Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verður yfirmaður hliðartekna hjá Play Viðskipti innlent Snjólaug ráðin til Svarma Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Besta sætanýting í september frá upphafi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Íbúðalán banka jukust um 20 prósent Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Marta Guðrún nýr framkvæmdastjóri hjá ORF Líftækni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira