Innlent

Ó­gæti­legur akstur hafi orðið til þess að bif­reiðin skemmdist

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði afskipti af nokkrum ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Lögreglan hafði afskipti af nokkrum ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af ökumanni bifreiðar í miðborg Reykjavíkur sem var að þenja bifreið sína og aka ógætilega. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni dagsins.

„Þessi látalæti ökumanns urðu til þess að mikill reykur kom úr vél bifreiðarinnar og líklega hefur hún skemmst. Hún var dregin af vettvangi á kostnað ökumanns,“ segir í dagbók lögreglu.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ökumönnum til viðbótar í dag. Annar þeirra ók ölvaður í Laugardal en þó undir refsimörkum, en honum var gert að hætta akstri. Hinn var stöðvaður í Vesturbæ Reykjavíkur og var ekki með gild ökuréttindi. Honum var sömuleiðis gert að hætta akstri.

Þá barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Hafnarfirði, en engin slys urðu á fólki samkvæmt dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×