Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:20 Töluverð breyting verður á samsetningu fulltrúa flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Stöð 2/Sigurjón Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15
Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20
Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00