Ívar býður sig fram í stjórn KSÍ: „Skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 23:16 Ívar Ingimarsson og Ole Gunnar Solskjær í baráttunni í leik Reading og Manchester United fyrir þónokkrum árum síðan. Getty Images Ívar Ingimarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og atvinnumaður til fjölda ára, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til stjórnar Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fer undir lok mánaðarins. Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson Fótbolti KSÍ Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Fótbolti KSÍ Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira