Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 08:03 Ekkert lát er á mótmælunum þrátt fyrir lögbannið. AP/Nathan Denette Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. Úrskurður dómstóla tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær en bílstjórarnir virðast lítið mark taka á niðurstöðu dómstólsins. Umferð er því enn teppt á nokkrum mikilvægum umferðaæðum milli Kanada og Bandaríkjanna þar á meðal á Ambassador brú sem tengir Windsor í Ontario og Detroit í Michigan. Ástæða mótmælanna eru sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveiru og þá sérstaklega bólusetningarskylda sem er í Kanada. Vörubílstjórarnir hafa mótmælt henni harðlega, ekki síst þar sem yfirleitt er stór hluti vörubílstjóra í Kanada aðflutt vinnuafl, en nú geta erlendir verkamenn ekki ferðast til Kanada án fullrar bólusetningar gegn kórónuveirunni. Það var Windsorborg og Félag bílaframleiðenda sem fóru með málið fyrir dómstóla og kröfðust þess að lögbann yrði sett á mótmælin, en félagið heldur því fram að bílaframleiðendur tapi allt að 50 milljónum dala, eða rúmum sex milljörðum króna, á dag. Mótmælin hafa leitt það af sér að nauðsynlegar vörur hafa ekki borist yfir landamærin og tveir stærstu bílaframleiðendur heims, Toyota og Ford, þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega íhluti í bílana. Eftir að úrskurðurinn lá fyrir gaf lögreglan í Windsor út yfirlýsingu þess efnis að nú hlytu mótmælendur að vera meðvitaðir að þeir væru að brjóta lög með því að teppa umferð yfir landamærin. Lögreglan bætti því við að ef mótmælendur yrðu dæmdir í tengslum við málið gæti það leitt til þess að lagt væri halda á bílaþeirra og að þeir gætu ekki ferðast yfir til landamæaranna. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Úrskurður dómstóla tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær en bílstjórarnir virðast lítið mark taka á niðurstöðu dómstólsins. Umferð er því enn teppt á nokkrum mikilvægum umferðaæðum milli Kanada og Bandaríkjanna þar á meðal á Ambassador brú sem tengir Windsor í Ontario og Detroit í Michigan. Ástæða mótmælanna eru sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveiru og þá sérstaklega bólusetningarskylda sem er í Kanada. Vörubílstjórarnir hafa mótmælt henni harðlega, ekki síst þar sem yfirleitt er stór hluti vörubílstjóra í Kanada aðflutt vinnuafl, en nú geta erlendir verkamenn ekki ferðast til Kanada án fullrar bólusetningar gegn kórónuveirunni. Það var Windsorborg og Félag bílaframleiðenda sem fóru með málið fyrir dómstóla og kröfðust þess að lögbann yrði sett á mótmælin, en félagið heldur því fram að bílaframleiðendur tapi allt að 50 milljónum dala, eða rúmum sex milljörðum króna, á dag. Mótmælin hafa leitt það af sér að nauðsynlegar vörur hafa ekki borist yfir landamærin og tveir stærstu bílaframleiðendur heims, Toyota og Ford, þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega íhluti í bílana. Eftir að úrskurðurinn lá fyrir gaf lögreglan í Windsor út yfirlýsingu þess efnis að nú hlytu mótmælendur að vera meðvitaðir að þeir væru að brjóta lög með því að teppa umferð yfir landamærin. Lögreglan bætti því við að ef mótmælendur yrðu dæmdir í tengslum við málið gæti það leitt til þess að lagt væri halda á bílaþeirra og að þeir gætu ekki ferðast yfir til landamæaranna.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51