Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 14:21 Utanríkisráðherrarnir tveir, Lavrov (t.v.) og Blinken. Russian Foreign Ministry / Handout/Anadolu Agency via Gett Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44