„Þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:00 Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdarstjórn Los Angeles Rams. Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdastjórn Los Angeles Rams og hefur verið í lykilhlutverki byggingu nýs og glæsilegs leikvangs þar sem Super Bowl fer fram annað kvöld. Eiríkur Stefán ræddi við Skarphéðinn um þetta risavaxna verkefni. Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sjá meira
Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sjá meira